Alveg Bit

Hæ,

Þar sem það er nú stutt síðan að ég bloggaði þá ákvað ég að hamra járnið á meðan það er heitt og blogga smá í dag.
Páskadagur var mjög ljúfur satt að segja, las smá í Kongungsbók Arnaldar Indriða, át páskaegg og blundaði doldið...svo um hádegisbil var mjólkurfræðingurinn búinn að leggja á borð þennan fína brunch og að þeim loknum var farið í hjólatúr með mjólkurtæknifræðingnum og heiðingjunum tveim. Túrinn var mjög góður. Fórum niður í bæ þar sem ég skakklappaðist í 7/11 og keypti kaffi og meira óhollt og sátum við og gláptum á heiðingjana leika sér. Að leik loknum var svo aftur farið í nefnda búð og bjór keyptur og heiðingjarnir fengu færi til að leika sér meira á meðan fullorðnir bleyttu vel upp í lifrinni og spjölluðu um daginn og veginn. Hugmyndin var að skella sér út að borða hjá einhverjum sem hafði dregið stysta stráið og neyddur til að vinna í dag. Ekki vildi betur til en að Benjamín misskildi þyngdarlögmálið og komast nær H tveir O en ætlunin var. Því var brunað heim með blaut börn og pizza var sett á matseðil í stað "útaðborða". Lukkaðist sú pizza mjög vel enda kúrdi sem hana eldaði og kærði sig kollóttan um að frelsarinn hafi ákveðið nákvæmlega á þessum degi að ranka við sér eftir trévistina.

Þannig að dagurinn var "massagóður", nema hvað að ég virðist hafa nælt mér í eins og 500 bit á rass og læri. Ég lít út eins og fílamaðurinn að aftan og hef sagt upp nælonsokkabuxnaauglýsingasamningnum sem ég var með í hendi.

Gleðilega páska trúaðir og trúleysingjar og heiðnir.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Helgi sagði…
Hressileg færsla, félagi. Geri ráð fyrir að með heiðingjarnir eigir þú við börn Heiðu, og ekki restina af fjölskyldu pizzabakarans Kurd Kúbein, sem þú nefnir (og allt að því níðist á) í færslunni.
Kveðja, Helgi.

PS. Var notaður tréspíri á sár Jesúss Jósefssonar eftir að 10000 naglbítar höfðu slitið hann af spítunni?
Nafnlaus sagði…
Sæll gamli minn gott að sjá frá þér lífsmark :) Hér erum við að rétta við eftir flensuátök, ekki þó ,,piggípest" hehe....
Hafðu það gott, knús frá Steig.

Vinsælar færslur